Eiður Smári skrifaði undir hjá Mónakó

Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu. mbl.isGolli

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í kvöld und­ir tveggja ára samn­ing við franska liðið Mónakó. Eiður gekkst und­ir ít­ar­lega lækn­is­skoðun hjá fé­lag­inu í dag og þegar allri papp­írs­vinn­unni lauk á milli Mónakó og Barcelona ritaði Eiður und­ir samn­ing­inn. Arn­ór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, var ánægður með samn­ing­inn þegar mbl.is. náði tali af hon­um í kvöld.

„Þetta tók sinn tíma enda tölu­verð papp­írs­vinna sem þurfti að klára. Við erum mjög ánægðir með samn­ing­inn og við fund­um að það var mik­ill áhugi hjá Mónakó að fá Eið í sín­ar raðir,“ sagði Arn­ór í sam­tali við mbl.is í kvöld.

Eiður Smári hef­ur fengið út­hlutað keppn­istreyju með núm­er­inu 9 og hann leik­ur sinn fyrsta leik með Mónakó þann 12. sept­em­ber þegar liðið fær Par­ís SG í heim­sókn.

Viðtal við Eið Smára á vef Mónakó.

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka