Eiður Smári Guðjohnsen skrifar í dag undir tveggja ára samning við franska liðið Mónakó að því gefnu að hann standist læknisskoðun sem hann gengst undir fyrir hádegi í dag.
Eiður kom til Mónakó frá Barcelona í gærkvöldi ásamt föður sínum, Arnóri Guðjohnsen, en forráðamenn félaganna hafa náð samkomulagi um kaupverðið. Það hefur ekki verið gefið upp en Eiður er búinn að semja við Mónakó um kaup og kjör sín hjá félaginu og eins og gefur að skilja verður hann ekki með Börsungum í kvöld þegar þeir hefja titilvörnina í spænsku 1. deildinni. Eiður hefur verið á mála hjá Katalóníuliðinu í þrjú ár og á síðustu leiktíð varð hann Evrópumeistari, Spánarmeistari og bikarmeistari með liðinu.
gummih@mbl.is