Hafnarfjarðarliðin komust upp í efstu deild

Frá fyrri viðureign FH og ÍBV í úrslitakeppni 1. deildar …
Frá fyrri viðureign FH og ÍBV í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. www.fhingar.is

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar leika í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð en síðari leikirnir í undanúrslitum 1. deildarinnar fóru fram í kvöld. 

ÍBV og FH áttust við í Vestmannaeyjum og lauk leiknum með jafntefli, 2:2, en fyrri leikurinn fór 0:0 í Hafnarfirði. Mörkin sem FH skoraði á útivelli voru því dýrmæt því liðið komst áfram á fleiri mörkum skoruðum útivelli. Jöfnunarmarkið skoraði Elísabet Guðmundsdóttir fyrir FH í uppbótartíma í síðari hálfleik. 

Haukar voru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í efstu deild eftir 4:1 sigur gegn Völsungi frá Húsavík í fyrri leiknum. Haukar unnu síðari leikinn á Húsavík í kvöld, 1:0, og því samanlagt 5:1. 

Haukar og FH mætast síðan í úrslitaleik um meistaratitil 1. deildar á sunnudaginn kemur. Hafnarfjarðarliðin enduðu í 2. og 3. sæti í A-riðli deildarinnar í sumar en liðin tvö sem unnu riðla deildarinnar, ÍBV og HK/Víkingur, náðu ekki að komast upp.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert