Selfyssingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrsta skipti þegar þeir unnu Aftureldingu, 6:1, á heimavelli sínum að viðstöddu miklu fjölmenni. Þór vann Fjarðabyggð, 1:0, ÍR vann KA, 2:0, og Víkingur R. tapaði heima fyrir ÍA, 0:2.
Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir Selfyssinga í kvöld, Sævar Þór Gíslason gerði tvö mörk og Arilíus Marteinsson eitt, eftir að Axel Ingi Magnússon hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Aftureldingu. Úrslitin þýða að Afturelding er fallin í 2. deild, ásamt Víkingi frá Ólafsvík.
Veik von KA um úrvalsdeildarsæti er endanlega úr sögunni eftir tapið gegn ÍR og Fjarðabyggð er nánast úr leik eftir ósigurinn gegn Þór. Þá er aðeins eftir að útkljá hvort Haukar eða HK fylgja Selfyssingum upp. Þegar tveimur umferðum er ólokið eru Haukarnir þremur stigum á undan HK og standa því vel að vígi.
Fylgst var með leikjum kvöldsins hér á mbl.is og þeir gengu svona fyrir sig:
18.30 Selfoss - Afturelding 6:1
22. Afturelding nær verðskuldað forystu þegar Axel Ingi Magnússon skorar, 0:1.
31. Selfoss jafnar þegar Hjörtur J. Hjartarson vinnur boltann af varnarmanni Mosfellinga og sendir hann í mark þeirra, 1:1.
33. Sævar Þór Gíslason sleppur innfyrir vörn Aftureldingar og skorar laglega úr þröngu færi, 2:1.
49. Hjörtur H. Hjartarson skorar sitt annað mark með skalla uppúr hornspyrnu, og skalla Gunnlaugs Jónssonar innað marki Aftureldingar, 3:1.
62. Það er allt að fara úr böndunum af gleði á Selfossvelli. Hjörtur er búinn að fullkomna þrennuna eftir sendingu Sævars, 4:1.
71. Sævar skorar sitt annað mark og er síðan skipt af velli við gífurlegt lófaklapp. Hjörtur er líka farinn af velli en Selfyssingar sækja áfram og áhorfendur í brekkunni eru heldur betur farnir að halda uppá úrvalsdeildarsætið, 5:1.
87. Sjötta mark Selfyssinga komið og ljóst að Afturelding er fallin í 2. deild. Arilíus Marteinsson skoraði, 6:1.
18.30 Víkingur R. - ÍA 0:2
7. Jakob Spangsberg framherji Víkings slasaðist og var fluttur á brott með sjúkrabíl.
45. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik.
59. Ragnar Leósson kemur Skagamönnum yfir, 0:1.
78. Ragnar skorar aftur fyrir ÍA og Skaginn stefnir í góðan sigur, 0:2.
18.30 Þór - Fjarðabyggð 1:0
23. Jóhann Helgi Hannesson kemur Þór yfir eftir sendingu Hreins Hringssonar. Líklega rangstaða en markið stendur, 1:0.
38. Fannar Árnason hjá Fjarðabyggð fær rauða spjaldið fyrir að hrinda mótherja.
18.30 ÍR - KA 2:0
45. Ekkert mark í fyrri hálfleik í Mjóddinni og allt í járnum.
66. Kristján Ari Halldórsson brýtur ísinn og kemur ÍR yfir, 1:0.
84. ÍR-sigur í uppsiglingu eftir að Eyþór Guðnason skorar, 2:0.