Ísland og Noregur skildu jöfn, 1:1, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var mun nær sigri í leiknum og það lýkur keppni í 9. riðli með 5 stig og endar í fimmta og neðsta sæti.
Norðmenn eru með 7 stig og ljóst að þeir fara ekki í umspil fyrir HM, enda eiga þeir ekki meira erindi þangað en lið Íslands miðað við leik liðanna í kvöld.
John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með þrumufleyg beint úr aukaspyrnu á 11. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin með glæsilegu skallamarki á 29. mínútu. Íslenska liðið fékk góð færi til að tryggja sér sigurinn og rétt fyrir leikslok átti Veigar Páll Gunnarsson hörkuskot í stöng af stuttu færi, nýkominn inná sem varamaður.
Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Indriði Sigurðsson - Rúrik Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson - Heiðar Helguson.
Varamenn: Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðsson, Stefán Gíslason, Garðar Jóhannsson, Birkir Már Sævarsson, Ólafur Ingi Skúlason, Veigar Páll Gunnarsson.
Lið Noregs: Jon Knudsen - Tom Högli, Kjetil Wæhler, Brede Hangeland, John Arne Riise, Magne Hoseth, John Carew, Morten Gamst Pedersen, Morten Moldskred, Christian Grindheim, Erik Huseklepp.
Varamenn: Rune Jarstein, Tore Reginiussen, Björn Helge Riise, Henning Hauger, Simen Brenne, Jon Inge Holland, Thorstein Helstad.
* | 1:1 | Noregur | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Sölvi bjargar við marklínu Íslands! | ||||
Augnablik — sæki gögn... |