Norðmenn sluppu fyrir horn, jafntefli 1:1

Rúrik Gíslason sækir að John Arne Riise í leiknum í …
Rúrik Gíslason sækir að John Arne Riise í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Ísland og Noregur skildu jöfn, 1:1, í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið  var mun nær sigri í leiknum og það lýkur keppni í 9. riðli með 5 stig og endar í fimmta og neðsta sæti.

Norðmenn eru með 7 stig og ljóst að þeir fara ekki í umspil fyrir HM, enda eiga þeir ekki meira erindi þangað en lið Íslands miðað við leik liðanna í kvöld.

John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með þrumufleyg beint úr aukaspyrnu á 11. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin með glæsilegu skallamarki á 29. mínútu. Íslenska liðið fékk góð færi til að tryggja sér sigurinn og rétt fyrir leikslok átti Veigar Páll Gunnarsson hörkuskot í stöng af stuttu færi, nýkominn inná sem varamaður.

Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Indriði Sigurðsson - Rúrik Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson - Heiðar Helguson.
Varamenn: Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðsson, Stefán Gíslason, Garðar Jóhannsson, Birkir Már Sævarsson, Ólafur Ingi Skúlason, Veigar Páll Gunnarsson.

Lið Noregs: Jon Knudsen - Tom Högli, Kjetil Wæhler, Brede Hangeland, John Arne Riise, Magne Hoseth, John Carew, Morten Gamst Pedersen, Morten Moldskred, Christian Grindheim, Erik Huseklepp.
Varamenn: Rune Jarstein, Tore Reginiussen, Björn Helge Riise, Henning Hauger, Simen Brenne, Jon Inge Holland, Thorstein Helstad.

Eiður Smári Guðjohnsen sækir að norska markinu.
Eiður Smári Guðjohnsen sækir að norska markinu. mbl.is/Eggert
* 1:1 Noregur opna loka
90. mín. Sölvi bjargar við marklínu Íslands!
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert