Eiður: Feginn að spila ekki hjá Drillo

Eiður Smári lék vel í gærkvöld eins og allt íslenska …
Eiður Smári lék vel í gærkvöld eins og allt íslenska liðið og sækir hér að norska markinu. mbl.is/Eggert

Eiður Smári Guðjohnsen sagði við norska fréttamenn eftir landsleikinn gegn Noregi á Laugardalsvellinum í gærkvöld að norska liðið léki leiðinlegan fótbolta og hann væri feginn að spila ekki undir stjórn Egils "Drillo" Olsens.

„Þetta er ekki fótbolti sem ég vil sjá og ég myndi ekki vilja vera í liði sem leikur á þennan hátt. Á mínum ferli hef ég alltaf spilað með liðum þar sem spil og hlaup í eyður eru aðalatriðið. En svona er hans hugmyndafræði, hann trúir á svona fótbolta," sagði Eiður við netútáfu VG.

Við norska ríkissjónvarpið sagði Eiður. "Norska liðið kom okkur á engan hátt á óvart, enda vita allir hvernig leikaðferð Drillo beitir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert