Afturelding með tvö lið í 2. deild?

Albert Ásvaldsson er fyrirliði Aftureldingar.
Albert Ásvaldsson er fyrirliði Aftureldingar. mbl.is/Ómar

Sú kynduga staða gæti verið komin upp í kvöld að Afturelding úr Mosfellsbæ væri með tvö lið í hópi þeirra sem væru með keppnisrétt í 2. deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili.

Lið Aftureldingar féll á dögunum úr 1. deildinni eftir aðeins eins árs dvöl. Félagið rekur annað lið, Hvíta riddarann, sem er skipað yngri leikmönnum félagsins og spilar í 3. deild. Þar hefur árangurinn verið vonum framar en Hvíti riddarinn mætir í kvöld Völsungi í síðari úrslitaleik liðanna um sæti í 2. deild, á Húsavík. Fyrri leikurinn í Mosfellsbænum endaði með jafntefli, 1:1.

Eins og mörg önnur félög hafa gert á síðustu árum eru Afturelding og Hvíti riddarinn með sameiginlegan 2. flokk og þar með geta 2. flokks leikmenn úr Aftureldingu spilað með Hvíta riddaranum.

Annað slíkt félag, Ýmir úr Kópavogi, spilar hinn úrslitaleikinn um 2. deildar sætið í kvöld og er þar með 1:0-forystu gegn KV úr Vesturbænum eftir fyrri leikinn. Ýmisliðið er rekið af HK og skipað leikmönnum úr Kópavogsfélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert