Grótta upp í 1. deild

Pétur Már Harðarson leikmaður Gróttu sækir að Róberti Erni Óskarssyni …
Pétur Már Harðarson leikmaður Gróttu sækir að Róberti Erni Óskarssyni í leik Gróttu og BÍ/Bolungarvík á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grótta frá Seltjarnarnesi var rétt í þessu að tryggja sér sæti í 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Gróttumenn lögðu Víðismenn í Garðinum í dag, 4:0, og þar með er 1. deildarsætið í höfn hjá Seltirningum.

Sigurvin Ólafsson skoraði tvö af mörkum Gróttunnar, Árni Ingi Pjétursson skoraði eitt og eitt mark var sjálfsmark heimamanna.

Baráttan um að fylgja Gróttunni upp er hörð en þar berjast Suðurnesjaliðin Njarðvík og Reynir Sandgerði. Njarðvík lagði Hött í dag, 2:0, og Reynir hafði betur gegn ÍH/HV, 4:2.

Njarðvík er stigi á undan Reynismönnum en liðin mætast í lokaumferðinni um næstu helgi í Sandgerði í hreinum úrslitaleik um sæti í 1. deild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert