Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafði fáheyrða yfirburði á Laugardalsvelli í kvöld þegar liðið mætti Eistum í undankeppni HM kvenna. Lokatölur urðu 12:0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 7:0. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir gerðu sína þrennuna hvor og Katrín Jónsdóttir tvö mörk. Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir gerðu sitt markið hver.
Byrjunarlið Íslands: Þóra Helgadóttir, Sif Atladóttir, Erna Björk Sigurðardóttir, Katrín Jónsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðní Björk Óðinsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Ásta Árnadóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Erla Steina Arnarsdóttir, Silvía Rán Sigurðardóttir.
Byrjunarlið Eistlands: Elis Meetua, Hannaliis Jaadia, Kaire Palmaru, Geit Prants, Anete Paulus, Katrin Loo, Anastassia Morkovkina, Ave Pajo, Pille Raadik, Kaidi Jekimova, Signy Aarna.
Varamenn: Getter Laar, Liis Pello, Eneli Sarv, Kairi Himanen, Anzelika Ahmestina, Eneli Vals, Liis Emajöe.