Mónakó í fjórða sætið með útisigri

Eiður Smári í byrjunarliði
Eiður Smári í byrjunarliði mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Mónakó komust í 4. sætið í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag þegar þeir unnu Nice, 3:1, í nágrannaslag á útivelli.

Eiður Smári átti þátt í öðru marki Mónakó en hann lék aðeins fyrri hálfleikinn. Alonso skoraði tvö marka liðsins.

Veigar Páll Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nancy sem tapaði 1:3 fyrir Lorient á útivelli. Nancy er í 10. sæti deildarinnar.

Bordeaux er efst með 16 stig, Lyon 13 og Rennes og Mónakó eru með 12 stig hvort.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka