Njarðvíkingar tryggðu sér í dag sæti í 1. deild að ári er liðið gerði 2:2 jafntefli við nágranna sína í Reyni í Sandgerði, en Reynir varð að vinna til að komast upp fyrir Njarðvík.
Fjölmargir áhorfendur mættu á völlinn til að hvetja sitt lið til dáða
Leikurinn byjaði með miklum látum því strax á fyrstu mínútu var dæmd vítaspyrna á Njarðvíkinga og markverði þeirra vikið af velli. Varamarkvörðurinn, Almar Elí Færseth kom í markið og varði vítaspyrnuna.
1:0 Sinisa Kekic kom Sandgerði yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks
1:1 Ísak Örn Þórðarson jafnar metin á 53. mínútu og þá eru Njarðvíkingar uppi ef þetta verða úrslit leiksins.
1:2 Rafn Markús Vilbergsson 83. (víti)
2:2 heimamenn jafna á síðustu mínútunni.
Úrslit annara leikja í deildinni:
Grótta - Magni 3:2
Hamar - Víðir 2:0
Tindastóll - Hvöt 2:4
Þessi úrslit þýða að Magni og Tindastóll falla í þriðju deild.
Grótta hafði þegar tryggt sér sæti í 1. deild og Njarðvík náði öðru sætinu. Liðin tvö koma þar í staðinn fyrir Aftureldingu og Víking frá Ólafsvík.