Jafntefli nægir Íslendingum gegn Rúmeníu

Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta leikur gegn Rúmeníu í riðlakeppni Evrópumótsins í Portúgal. Byrjunarlið Íslands er óbreytt frá þvíí leiknum gegn Sviss sem lauk með jafntefli 1:1. Ísland er með fjögur stig eftir tvo leiki en Rúmenía er með þrjú stig. Jafntefli tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðli. Ísland hafði betur, 2:0, gegn Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, er þjálfari liðsins og er byrjunarliðið þannig skipað: Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir –  Andrea Ýr Gústavsdóttir, Silvía Rán Sigurðardóttir fyrirliði, Arna Ómarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Sigrún Inga Ólafsdóttir og Þórhildur Stefánsdóttir.

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert