Ejub ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvík

Ejub Puricevic.
Ejub Puricevic. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ejub Purisevic hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings Ólafsvík til næstu tveggja ára. Hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur hjá Ólafsvíkurliðinu en hann hefur þjálfað það í samtals sex ár.

Ejub tók við þjálfun Víkings fyrir tímabilið 2003 og undir hans stjórn komst liðið upp úr 3. deildinni og ári síðan vann liðið sér sæti í 1. deildinni undir hans stjórn. Ejub stýrði Víkingsliðinu í fjögur ár í 1. deildinni en hætti í fyrrahaust og var Kristinn Guðbrandsson ráðinn í hans stað.

Kristinn var leystur frá störfum í byrjun júlí og tók Ejub tímabundið við þjálfun liðsins og stýrði því í þremur leikjum. Darko Kavcic frá Slóveníu tók síðan við og þjálfaði Ólafsvíkinga út tímabilið.

Víkingur Ólafsvík féll úr 1. deildinni á nýafstaðinni leiktíð en liðið hafnaði í neðsta sæti með 13 stig í 22 leikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert