Liverpool tapaði í Flórens

Leikmenn Fiorentina fagna öðru markinu sínu gegn Liverpool í kvöld.
Leikmenn Fiorentina fagna öðru markinu sínu gegn Liverpool í kvöld. Reuters

Liverpool tapaði í fyrir Fiorentina, 2:0, í viðureign liðanna í Flórens í kvöld þar þau mættust í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool átti nokkuð í seinni hálfleik en það dugði hvorki til að klóra í bakkann né þá til að jafna metin.

Úrslit leikjanna átta í meistaradeildinni í kvöld voru eftirfarandi.

E-riðill:
Debrecan - Lyon 0:4
- Kim Källström3., Miralem Pjanic 13., Peter Czvitkovics 24., Bafétimbi Gomis 50.

Fiorentina - Liverpool 2:0
Stevan Jovetic 28., 37.

Staðan: Lyon 6 stig, Liverpool 3, Firorentina 3, Debrecan 0. 

F-riðill:
Rubin Kazan - Inter 1:1
- leiknum er lokið.
Alejandro Dominguez 11. -  Dejan Stankovic 27. Rautt spjald: Mario Balotelli (Inter) 60. - annað gult spjald.

Barcelona - Dinamo Kiev 2:0
Lionel Messi 26., Pedro Rodriguez 76.

Staðan: Barcelona 4, D.Kiev 3, Inter 2, R.Kazan 1.

G-riðill:
Rangers - Sevilla 1:4

Nacho Novo 88. - Abdoulay Konko 50., Adriano 64., Luis Fabiano 72., Frédéric Kanouté 74.

Unirea Urziceni - Stuttgart 1:1
Dacian Serban Varga 48. - Serdar Tasci 5.

Staðan: Sevilla 6 stig, Stuttgart 2, Rangers 1,  Unirea 1.

H-riðill:
AZ Alkmaar - Standard Liege 1:1

Mounir El Hamdaoui 48. - Moussa Traore 90.

Arsenal - Olympiakos 2:0
Moussa Traore 78., Andrey Arshavin 86.

Staðan: Arsenal 6 stig, Olympiakos 3, AZ Alkmaar 1, Standard 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert