Tómas Ingi ráðinn þjálfari HK

Tómas Ingi Tómasson þjálfar lið HK.
Tómas Ingi Tómasson þjálfar lið HK. mbl.is/Árni Sæberg

Tómas Ingi Tómasson var í dag ráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK í knattspyrnu en hann tekur við af Rúnari Pál Sigmundssyni sem hætti störfum með liðið á dögunum.

Tómas Ingi er fertugur Eyjamaður og á langan feril að baki sem leikmaður. Hann lék 148 leiki í efstu deild hér á landi á árunum 1986 til 2002, með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti, og skoraði í þeim 65 mörk, og þá spilaði hann sem atvinnumaður með FC Berlín í Þýskalandi, Raufoss í Noregi og AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í Danmörku þjálfaði hann jafnframt lið í neðri deild ásamt því að spila

Tómas Ingi á tvo A-landsleiki að baki. Hann hefur menntað sig í þjálfun undanfarin ár og er fyrir skömmu tekinn við sem aðstoðarþjálfari 21-árs landsliðs Íslands. Þá hefur hann undanfarin tvö ár verið sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um íslenskan fótbolta.

HK hafnaði í þriðja sæti 1. deildar á nýliðnu tímabili og náði því ekki að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni þar sem liðið spilaði árin 2007 og 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert