Guðmundur þjálfar og leikur með Selfyssingum

Guðmundur skrifar undir samninginn og með honum eru Ómar Valdimarsson, …
Guðmundur skrifar undir samninginn og með honum eru Ómar Valdimarsson, aðstoðarþjálfari og Þorsteinn Magnússon, varaformaður knattspyrnudeildar Selfoss. mbl.is/Guðmundur Karl

Guðmundur Benediktsson skrifaði í dag undir þjálfarasamning við Selfoss. Samningurinn er til tveggja ára og mun hann jafnframt leika með liðinu en Selfoss leikur í fyrsta skipti í sögu félagsins í efstu deild á næsta ári.

Guðmundur hefur ekki áður þjálfað meistaraflokk áður en hann er þrautreyndur knattspyrnumaður. Guðmundur hefur leikið 237 leiki í efstu deild með Þór, KR og Val og hefur í þeim skorað 57 mörk. Þá á hann að baki 10 leiki með íslenska A-landsliðinu og hefur í þeim skorað 2 mörk.

„Þetta er einstaklega spennandi tækifæri og það er mikill heiður fyrir mig að Selfoss skyldi leita til mín. Ég hef ekki mikla reynslu af þjálfun og félagið sýnir mér mikið traust með því að fara í viðræður við mig. Þetta eru líka spennandi tímar á Selfossi, menn eru að upplifa tímamót í knattspyrnusögu bæjarins og ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur að lokinni undirritun tveggja ára samnings við úrvalsdeildarlið Selfoss.

„Verkefnið er heldur betur ögrandi en ég hef aðeins náð að skoða upptökur frá leikjum Selfoss í sumar og sé að ég tek við góðu búi. Gunnlaugur [Jónsson] var að gera frábæra hluti hér í sumar og Zoran Miljkovic á undan honum. Það er líka gott fólk sem stendur að deildinni og mikill metnaður í gangi. Það eru forréttindi fyrir mig að fá að taka þátt í uppbyggingunni hérna og ég finn strax að það er mikill meðbyr í bæjarfélaginu. Ef menn standa saman á þennan hátt þá er hægt að gera góða hluti inni á vellinum,“ sagði Guðmundur síðdegis í dag. 

Guðmundur í búningi Selfoss í dag.
Guðmundur í búningi Selfoss í dag. mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert