Stefán tekur slaginn með Norrköping

Stefán Þór Þórðarson.
Stefán Þór Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg

Skagamaðurinn Stefán Þórðarson mun leika síðustu fjóra leikina í sænsku 1. deildinni með Norrköping en hann lék síðast með liðinu 24. ágúst s.l. Norrköping er í bullandi fallhættu þegar fjórar umferðir eru eftir og segir Stefán að hann geti ekki skorast undan þeirri ósk forráðamanna liðsins að koma liðinu til hjálpar.

Liðið er í fimmta neðsta sæti með 27 stig en liðin þar fyrir neðan eru með 26 og 25 stig. Það er því mikil barátta framundan að halda sætinu í efstu deild.

„Það er ekki hægt að gera neitt annað en að koma og reyna að hjálpa liðinu. Staðan er slæm en ég tel að liðið sé í betri stöðu en hin liðin sem eru fallbaráttunni,“ segir Stefán í viðtali við Folkbladet í Norrköping.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert