Valur og Breiðablik mættust í úrslitaleiknum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, VISA-bikarnum, á Laugardalsvellinum í dag klukkan 14. Breiðablik komst yfir 1:0 á 75. mínútu en Valur jafnaði á 82. mínútu og því þurfti að framlengja leikinn. Þar fóru Valskonur á kostum og sigruðu samanlagt 5:1 og vinna því tvöfalt í ár. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Mörk Vals: Laufey Ólafsdóttir 82., 98., Kristín Ýr Bjarnadóttir 94, 104., Dóra María Lárusdóttir 113.
Mark Breiðabliks: Erna Björk Sigurðardóttir 75.
Byrjunarlið Vals: María Björg Ágústsdóttir - Embla Grétarsdóttir, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir - Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Kristín Ýr Bjarnadóttir.
Varamenn: Heiðar Dröfn Antonsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, María Rós Arngrímsdóttir, Margrét Magnúsdóttir.
Byrjunarlið Breiðabliks: Elsa Hlín Einarsdóttir - Guðrún Erla Hilmarsdóttir, Erna Björk Sigurðardóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir, Hekla Pálmadóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Dagmar Ýr Arnardóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Jóna Kristín Hauksdóttir.
Varamenn: Þórdís Edda Hjartardóttir, Sigrún Inga Ólafsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Hrefna Ósk Harðardóttir, Bára Gunnarsdóttir, Tinna Rós Orradóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.