Eiður: „Þetta fer að koma hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert

Eiður Smári Guðjohnsen leikur í kvöld sinn 61. landsleik þegar Íslendingar mæta Suður-Afríkumönnum í vináttuleik á Laugardalsvellinum í kvöld. Eiður skoraði í síðasta leiknum sem hann spilaði fyrir Íslands hönd en hann skoraði mark Íslands í 1:1-jafnteflinu gegn Norðmönnum í lokaumferð riðlakeppni HM á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði og var það hans 24. landsliðsmark.

„Þetta fer að koma hjá mér. Það voru gríðarlega mikil viðbrigði að fara til Mónakó og breytingin aðeins meiri en ég átti von á í alla staði. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af þessu. Ég þarf bara minn tíma,“ sagði Eiður Smári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert