„Það má skjóta með tánni ef það virkar“

Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Kristinn Ingvarsson

„Það má alveg segja að það hafi verið smá heppnisstimpill á þessu marki en ég hef séð mun ljótari mörk en þetta. Það má alveg skjóta með tánni ef það virkar,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson sem nýtti aðra stóru tána til að gera eina markið í vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær.

„Fyrsta snertingin var frekar léleg hjá mér, því ég ætlaði að leggja boltann fyrir vinstri löppina, en það hentaði betur að taka skotið með hægri. Til að ná krafti í skotið ákvað ég að skjóta með tánni og þó boltinn hafi farið svo að segja í mitt markið þá tók hann smá sveigju sem gerði markverðinum erfiðara fyrir,“ sagði Veigar um markið góða en þetta var annar landsleikurinn í röð sem hann skoraði í. Veigar fagnaði markinu með athyglisverðum sundtökum sem hann tileinkaði gömlum félaga.

Nánar er fjallað um leik Íslands og Suður-Afríku í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert