Norrköping tryggði sér í gær áframhaldandi sæti í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu með því að sigra Jönköping, 1:0, í næstsíðustu umferðinni í gær.
Stefán Þór Þórðarson sem fenginn var aftur til félagsins fyrir skömmu vegna alvarlegrar stöðu þess í fallbaráttunni, kvaddi Norrköping með þessum sigri. Hann fékk nefnilega rauða spjaldið í uppbótartíma og verður í banni í lokaumferðinni.
Stefán var hylltur í leikslok, enda telja stuðningsmenn Norrköping hann eiga stærstan þátt í að bjarga liðinu frá falli. Gunnar Þór Gunnarsson var líkla í liði Norrköping og spilaði allan leikinn.