Henrik Larsson hættir í lok tímabilsins

Henrik Larsson lék með Manchester United um tíma.
Henrik Larsson lék með Manchester United um tíma. Reuters

Sænski fótboltamaðurinn Henrik Larsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að hætta að leika fótbolta þegar keppnistímabilinu lýkur í sænsku úrvalsdeildinni. Larsson, sem er 38 ára gamall, er liðsfélagi Ólafs Inga Skúlasonar hjá Helsinborg en Larsson er einn þekktasti fótboltamaður Svía.

Larsson lék með Högaborg 1988-1992 áður en hann gekk í raðir Helsinborg. Hann fór til hollenska liðsins Feyenoord árið 1994 og þar lék hann til ársins 1997. Hann er í „guðatölu“ hjá stuðningsmönnum Celtic í Skotlandi en Larsson lék með liðinu 1997-2004 og skoraði 171 mark í 221 leik. Larsson lék með Barcelona 2004-2006 en hann missti nánast eitt tímabil út vegna slitins krossbands. Vorið 2007 lék Larsson 7 leiki með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en þá var hann samningsbundinn Helsinborg.

Larsson hefur leikið  106 leiki með landsliðinu og skoraði hann 31 mark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert