Skoraði af 50 metra færi í jakkafötunum

Dragan Stojkovic.
Dragan Stojkovic. AP

Dragan Stojkovic fyrrum landsliðsmaður Júgóslavíu og síðar Serbíu í fótbolta vakti athygli í japönsku deildarkeppninni um helgina. Stojkovic er þjálfari japanska liðsins Nagoya Grampus Eight og sýndi hann fína takta á hliðarlínunni gegn Yokohama F-Marinos.

Myndband

Leikurinn var stöðvaður vegna meiðsla leikmanns. Boltanum var sparkaði í átt að varamannaskýli Nagoya Grampus Eight. Þar tók Stojkovic boltann viðstöðulaust á lofti og skoraði laglegt mark af um 50 metra færi. Dómari leiksins hafði ekki gaman af þessum tilþrifum og fékk  Stojkovic rautt spjald í kjölfarið.

„Það var ekki ætlunin að særa einhvern en þetta var laglegt mark samt sem áður,“  sagði Stojkovic eftir leikinn.

Myndband af tilþrifunum má sjá hér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert