Ragnar tilnefndur sem varnarmaður ársins

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson, leikmaður sænska liðsins IFK Gautaborg, er tilnefndur í vali á knattspyrnumanni ársins í Svíþjóð en valið verður kunngert hinn 9. nóvember. Ragnar, sem gekk í raðir Gautaborgarliðsins frá Fylki árið 2007, er einn fjögurra varnarmanna sem koma til greina en hinir þrír eru Olof Mellberg, Olympiakos, Daniel Majstorovic, AEK Aþenu og Jos Hooiveld úr AIK.

Ragnar hefur átt afar góðu gengi að fagna með IFK Gautaborg á leiktíðinni og margir telja hann einn besta miðvörð deildarinnar. Hann hefur verið í lykilhlutverki í varnarleik liðsins sem er í hörkubaráttu við AIK um meistaratitilinn en þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni er AIK efst með 54 stig, IFK Gautaborg hefur 53 og Elfsborg 50 en í lokaumferðinni tekur Gautaborg á móti AIK.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert