Tveggja marka tap í Lyon

Hólmfríður Magnúsdóttir sækir að marki Noregs á EM í Finnlandi.
Hólmfríður Magnúsdóttir sækir að marki Noregs á EM í Finnlandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag þegar það sótti það franska heim í Lyon. Lokatölur, 2:0, fyrir Frakka sem gerði eitt mark í hvorum hálfleik auk þess að vera mun betri í leiknum frá upphafi til enda. Næsti leikur íslenska liðsins verður á miðvikudag þegar það mætir Norður-Írlandi á útivelli.

Íslenska landsliðið náði aldrei að ógna því franska sem nokkru nam í þessum leik og þegar öllu er á botninn hvolft má þakka fyrir að komast hjá stærra tapi.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Frakkland. 2:0 Ísland opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert