Átján valdir fyrir leikinn í San Marínó

Hólmar Örn Eyjólfsson skorar í 8:0 sigri Íslands á San …
Hólmar Örn Eyjólfsson skorar í 8:0 sigri Íslands á San Marínó fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Eyjólfur Sverrisson þjálfari 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu tilkynnti í dag 18 manna hóp fyrir leik liðsins gegn San Marínó í Evrópukeppninni sem fer fram ytra annan föstudag, 13. nóvember.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Haraldur Björnsson, Val
Óskar Pétursson, Grindavík

Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Hjörtur Logi Valgarðsson, FH
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Jósef Kristinn Jósefsson, Grindavík
Jón Guðni Fjóluson, Fram
Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki

Miðjumenn:
Birkir Bjarnason, Viking Stavanger
Bjarni Þór Viðarsson, Roeselare
Gylfi Þór Sigurðsson, Reading
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
Almarr Ormarsson, Fram
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki

Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson verða með A-landsliðinu sem spilar í Lúxemborg daginn eftir og eru því ekki í hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert