Langt ferðalag til Teheran

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Pétur Pétursson.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Pétur Pétursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lagði í morgun af stað í langt ferðalag. Það mætir Íran í vináttulandsleik í Teheran á þriðjudaginn og þeir leikmannanna sem spila á Íslandi fóru af stað til London snemma í morgun og fljúga síðan með liðinu í heild þaðan til Teheran í kvöld. Þangað kemur liðið klukkan sex að morgni að staðartíma.

„Þetta er kærkomið tækifæri fyrir marga þessara leikmanna til að sýna sig og sanna, og fyrir mig að sjá hvar þeir standa. Ég er búinn að skoða tvo leiki Írana af myndböndum og þeir eru flinkir og fljótir, spila ekki ósvipaðan fótbolta og Suður-Afríkumenn en eru grimmari og beinskeyttari. Þeir eru betri og ég á von á því að við verðum í talsverðum eltingaleik. En við förum til Teheran til að sigra, og jafnframt að halda áfram að þróa okkar leik, læra eitthvað nýtt og bæta við reynsluna,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gær.

Skoða sig um í Teheran

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert