Lúxemborg og Ísland skildu jöfn, 1:1

Garðar Jóhannsson kom Íslandi yfir á 63. mínútu með glæsilegu …
Garðar Jóhannsson kom Íslandi yfir á 63. mínútu með glæsilegu skallamarki. mbl.is/Ómar

Lúxemborg og Ísland gerðu jafntefli, 1:1, í vináttulandsleik í knattspyrnu á Josy Barthel leikvanginum í Lúxemborg í kvöld.

Ekkert gerðist í fyrri hálfleiknum en seinni hálfleikurinn var mun líflegri. Garðar Jóhannsson kom Íslandi yfir með góðu skallamarki eftir aukaspyrnu Emils Hallfreðssonar á 63. mínútu en Kim Kintziger jafnaði fyrir Lúxemborg á 75. mínútu.

Lið Íslands: Árni Gautur Arason - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Indriði Sigurðsson - Rúrik Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson - Veigar Páll Gunnarsson.

Varamenn: Ragnar Sigurðsson, Stefán Gíslason, Helgi Valur Daníelsson, Ólafur Ingi Skúlason, Birkir Már Sævarsson, Garðar Jóhannsson, Ari Freyr Skúlason, Gunnleifur Gunnleifsson.

Lúxemborg 1:1 * opna loka
90. mín. Veigar Páll Gunnarsson (*) á skot framhjá +1 Skaut yfir úr góðu færi í miðjum vítateig eftir aukaspyrnu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert