Margir Frakkar eru ósáttir við framgöngu landsliðsins í knattspyrnu gegn Írum í gærkvöldi þar sem það vann, 2:1, í framlengdum leik í París með afar vafasömu sigurmarki. Um 88% þeirra sem tekið hafa þátt í skoðanakönnun dagblaðsins Le Montes telja að franska landsliðið eigi ekki skilið að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári.
Bixente Lizarazu einn úr heimsmeistaraliði Frakka fyrir 11 árum sagði í við sjónvarpsstöðina TF 1 í gærkvöldi að franska landsliðið verðskuldi ekki að vera á meðal þátttökuþjóða.
Íþróttdagblaðið L´Equipe segir að Frakkar hafi tryggt sér farseðilinn á HM með aðstoð frá „hönd Guðs" og vitnar þar til marksins sem Diego Maradona skoraði fyrir Argentínu gegn Englendingum á HM 1986.
L´Equipe setur einnig fram efasemdir sínar að Raymond Domenech, landsliðsþjálfari sé rétti maðurinn til þess að hrista hópinn saman og koma saman góðu landsliðið fyrir heimsmeistaramótið. Eftir framgöngu landsliðsins gegn Írum álítur blaðið möguleika franska landsliðsins ekki vera mikla á HM í Suður-Afríku. „HM er erfiðara mót en EM var síðast," segir í L´Equipe og minnir á að franska landsliðið hafi fallið út eftir riðlakeppni síðasta Evrópumóts, sumarið 2008.
Roselyne Bachelot, ráðherra íþróttamála í Frakklandi, óskar eftir því að leikmenn og landsliðsþjálfari hugsi sinn gang.