Ragnar í liði ársins

Ragnar Sigurðsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Ragnar Sigurðsson á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Ómar

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í ellefu manna úrvalsliði sænsku úrvalsdeildarinnar árið 2009, í kosningu lesenda sænska íþróttavefjarins Sportal.

Ragnar átti mjög gott tímabil með IFK Gautaborg sem hafnaði í öðru sæti, bæði í deild og bikar, en liðið tapaði úrslitaleikjum gegn AIK í báðum stóru mótunum í lok tímabilsins.

Ragnar er annar tveggja leikmanna Gautaborgarliðsins í úrvalsliði Sportal sem er þannig skipað:

Markvörður:
Daniel Öhrlund, AIK

Varnarmenn:
Markus Jonsson, AIK
Jos Hooiveld, AIK
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Nils-Erik Johansson, AIK

Miðjumenn:
Rasmus Elm, Kalmar
Jorge Ortiz, AIK
Wanderson, GAIS
Martin Mutumba, AIK

Framherjar:
Tobyas Hysén, IFK Gautaborg
Iván Óbolo, AIK

Ragnar hefur nú leikið með IFK Gautaborg í þrjú ár og hefur öll árin verið talinn einn albesti varnarmaður deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert