Börsungar í efsta sætið

Lionel Messi og Pepe eigast við í leiknum í kvöld.
Lionel Messi og Pepe eigast við í leiknum í kvöld. Reuters

Barcelona komst í efsta sæti spænsku deildarinnar í knattspyrnu er liðið lagði Real Madrid 1:0 í kvöld. Zlatan Ibrahimovich gerði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Með sigrinum er Börsungar með 30 stig en Real sem fyrr með 28 stig og Barcelona er enn eina liðið sem ekki hefur tapað leik í deildinni.

Zlatan Ibrahimovic kom Börsunugjm í 1:0  á 56. mínútu, en hann var þá nýkominn inná sem varamaður hjá Barcelona.

Hinn hávaxni Svíi fékk sendingu frá hægri og sendi boltann viðstöðulaust frá markteig með vinstra fæti í netið. Flott mark hjá heimamönnum.

Börsungar léku einum manni færri lengstum í síðari hálfleik en undir lok leiksins jafnaðist í liðunum er dómarinn rak leikmann Real af velli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert