Veigar Páll skrifar undir við Stabæk í dag

Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Norska knattspyrnuliðið Stabæk hefur boðað til fréttamannafundar í hádeginu þar sem greint verður því að Stabæk og franska liðið Nancy hafa náð samkomulagi um félagaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Nancy til Stabæk.

Veigar yfirgaf Stabæk í janúar og gerði þriggja og hálfs árs samning við Nancy. Vistin í Frakklandi hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Veigar en landsliðsmaðurinn fékk fá tækifæri til að sýna sig og sanna og hann hefur því ákveðið að snúa aftur til síns gamla félags í Noregi.

Veigar Páll fór til Stabæk frá KR-ingum árið 2004 og átti frábæru gengi að fagna með liðinu. Hann skoraði 58 mörk í 120 deildarleikjum með liðinu og átti stóran þátt í að liðið varð norskur meistari á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert