Er ætlað stórt hlutverk

Davíð Þór Viðarsson er farinn frá FH og hefur skrifað …
Davíð Þór Viðarsson er farinn frá FH og hefur skrifað undir samning við Öster. mbl.is/hag

„Þetta  lítur bara virkilega vel út. Ég átti gott spjall við þjálfarann og stjórnarmenn félagsins og það er mikill hugur í þeim og þeir ætla sér stóra hluti með liðinu á komandi árum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson við Morgunblaðið í gær en fyrirliði Íslandsmeistara FH hafði þá nýlega skrifað undir þriggja ára samning við sænska liðið Öster

,,Mér er ætlað nokkuð stórt hlutverk hjá Öster en svo er það undir mér komið að standa undir því. Það er ekki nóg að þjálfarinn segi það. Ég ætla mér að gera góða hluti með liðinu. Ég tel að það eigi að vera í efri hlutanum í deildinni á komandi tímabili og stefnan hjá forráðamönnum liðsins er að það verði komið í efstu deildina árið 2012,“ sagði Davíð Þór, sem mætir til starfa hjá Öster fyrstu vikuna í janúar en deildarkeppnin hefst í apríl.

Ítarlegt viðtal er við Davíð Þór í Mogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert