Dregið var í riðla í dag fyrir Heimsmeistaramóti í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku á næsta ári. Englendingar og Bandaríkin leika saman í riðli, Frakkar verða með gestgjöfunum og heimsmeistaralið Ítalíu leikur gegn Paragvæ, Nýja-Sjálandi og Slóvakíu. Portúgal, Norður-Kóra, Fílabeinsströndin og Brasilía eru saman í G-riðli og eru margir á þeirri skoðun að sá riðill geti fengið nafnbótina„dauðariðill“ HM 2010.
HM á næsta ári er 19. heimsmeistaramótið frá upphafi og opnunarleikurinn fer fram 11. júní á Soccer City leikvanginum í Jóhannesarborg.
A-riðill: Suður-Afríka, Mexíkó, Úrúgvæ og Frakkland.
B-riðill: Argentína, Nígería, Suður-Kórea og Grikkland.
C-riðill: England, Bandaríkin, Alsír og Slóvenía.
D-riðill: Þýskaland, Ástralía, Serbía og Gana.
E-riðill: Holland, Danmörk, Japan og Kamerún.
F-riðill: Ítalía, Paragvæ, Nýja-Sjáland og Slóvakía.
G-riðill: Brasilía, Norður-Kórea, Fílabeinsströndin og Portúgal.
H-riðill: Spánn, Sviss, Hondúras og Chile.
Danir eru eina Norðurlandaþjóðin á HM og leika Danir í E-riðli. Möguleikar Dana á að komast áfram eru ágætir en Hollendingar eru án efa með sterkasta liðið í þeim riðli.