Þjálfari Mónakó: Þetta er í höndum Eiðs

Eiður Smári Guðjohnsen á ekki sjö dagana sæla í Mónakó.
Eiður Smári Guðjohnsen á ekki sjö dagana sæla í Mónakó. Reuters

Franski netmiðillinn So Foot fjallar ítarlega um knattspyrnulið Mónakó í dag og  slæmt gengi liðsins að undanförnu, undir fyrirsögninni: „Mónakó á ystu nöf?“ Eiður Smári Guðjohnsen er þar nefndur til sögunnar.

Eiður hefur ekki náð sér á strik með liðinu frá því hann kom frá Barcelona í haust og ekki skorað mark í fyrstu átta leikjum sínum. Þá missti hann nokkra úr vegna meiðsla. Eiður er ekki í leikmannahópi Mónakó sem mætir Rennes í kvöld, eins og áður hefur komið fram.

Í greininni segir m.a.: Þegar Mónakó fékk Eið frá Barcelona töldu menn að þar hefði félagið dottið í lukkupottinn. Fjórum mánuðum síðar hefur Íslendingurinn enn ekki náð að fagna marki í 1. deildinni og talað er um stór vonbrigði. Þjálfari Mónakó, Guy Lacombe, þvær hendur sínar af þessu vandamáli.“

Síðan er haft eftir Lacombe: „Það voru miklar vonir bundnar við hann en frammistaðan talar sínu máli. Ég vil ekki ræða mikið um málefni einstakra leikmanna og það er í höndum hans sjálfs að leysa þetta vandamál. Það er ljóst að fótboltinn í Frakklandi er öðruvísi en það sem hann hefur áður kynnst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert