Fer Kristján Örn til Hönefoss?

Kristján Örn í baráttu við Dirk Kuyt.
Kristján Örn í baráttu við Dirk Kuyt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Norska sjónvarpsstöðin TV2 greinir frá því að landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson gæti verið á leið til norska liðsins Hönefoss en samningur Kristjáns við Brann er útruninnn.

Hönefoss, sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í haust, er sagt hafa gert Kristjáni tilboð en það er reiðubúið að greiða honum 2 milljónir norska króna í árslaun sem jafngildir 44 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert