Níu Inter-menn unnu nágrannaslaginn

Jose Mourinho þjálfari Inter var ekki svo ánægður með dómara …
Jose Mourinho þjálfari Inter var ekki svo ánægður með dómara leiksins í kvöld. Reuters

Diego Milito og Goran Pandev tryggðu Inter Mílanó 2:0 sigur á AC Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Tveir leikmanna Inter fengu að líta rauða spjaldið í leiknum.

Hollendingurinn sparkvissi Wesley Sneijder var rekinn af velli á 27. mínútu en þá hafði Milito þegar komið Inter yfir. Pandev bætti svo við marki á 65. mínútu en AC Milan gafst tækifæri til að komast inn í leikinn á ný í uppbótartíma. Brasilíumaðurinn Lucio fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að taka boltann með hendi í vítateignum. Landi hans Ronaldinho nýtti hins vegar ekki vítaspyrnuna sem dæmd var heldur skaut boltanum í stöng.

Inter hefur þar með náð níu stiga forskoti á toppi deildarinnar en AC Milan kemur næst í 2. sætinu og á leik til góða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert