Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir aldrei hafa verið erfiðara en nú að leita hófanna um samstarfsaðila. „Það er mikið hik á íslenskum fyrirtækjum og við finnum að það er kreppa í íslensku viðskiptalífi,“ segir Geir en á móti kemur að veik staða krónunnar hefur reynst KSÍ hagstæð enda kemur meirihluti tekna sambandsins frá útlöndum.
Ársþing KSÍ er haldið í dag. Geir var endurkjörinn formaður til tveggja ára á síðasta þingi.
Nánar er rætt við Geir í Sunnudagsmogganum, m.a. um gott gengi kvennalandsliðsins og slakt gengi karlalandsliðsins.