KR-ingar báru sigurorð af ÍBV, 4:1, í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu karla en liðin áttust við í Egilshökllinni í kvöld.
Kjartan Henry Finnbogason, Gunnar Kristjánsson, Björgólfur Takefusa og Ingólfur Sigurðsson gerðu mörkin fyrir KR-inga en þeir Björgólfur og Ingólfur komu inná í seinni hálfleik. Eiður Sigurbjörnsson skoraði mark Eyjamanna úr vítaspyrnu en liðið lék án Tryggva Guðmundssonar.
KR-ingar hafa unnið báða leiki sína en þeir lögðu HK-inga, 5:1, í fyrstu umferðinni. Eyjamenn höfðu betur gegn ÍR-ingum, 6:0, í fyrsta leik sínum.