Ólafur Jóhannesson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu hefur ákveðið að gefa Eiði Smára Guðjohnsen frí frá vináttulandsleiknum við Kýpur sem fram fer á miðvikudaginn. Tveir leikmenn til viðbótar geta ekki tekið þátt.
Þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson eiga við meiðsli að stríða og geta því ekki verið með.
Jónas Guðni Sævarsson er eini leikmaðurinn sem hefur verið kallaður inn í staðinn en hann leikur sem kunnugt er með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni.