Íslenska 21-árs landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir töluverðu áfalli fyrir leikinn mikilvæga gegn Þjóðverjum í Magdeburg í dag því Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading, er óleikfær vegna meiðsla. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt.
Liðin eru í harðri baráttu um annað sætið í Evrópuriðlinum sem gefur líklega sæti í úrslitaumferð keppninnar.
Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið sem er þannig skipað:
Markvörður: Haraldur Björnsson
Hægri bakvörður: Skúli Jón Friðgeirsson
Vinstri bakvörður: Jósef Kristinn Jósefsson
Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson
Tengiliðir: Eggert Gunnþór Jónsson, Bjarni Þór Viðarsson fyrirliði og Birkir Bjarnason
Hægri kantur: Andrés Már Jóhannesson
Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson
Framherji: Kolbeinn Sigþórsson
Varamenn eru Óskar Pétursson, Guðmundur Kristjánsson, Almarr Ormarsson, Kristinn Jónsson, Elfar Freyr Helgason og Alfreð Finnbogason.