Þrjár breytingar fyrir lokaleikinn

Sara Björk Gunnarsdóttir er í lykilhlutverki á miðjunni og er …
Sara Björk Gunnarsdóttir er í lykilhlutverki á miðjunni og er þar áfram gegn Portúgal. mbl.is/Algarvephotopress

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti í kvöld byrjunarliðið fyrir leikinn gegn  Portúgal í Algarvebikarnum á morgun. Hann gerir þrjár breytingar á liðinu frá leiknum við Noreg í gær.

Þóra B. Helgadóttir kemur í markið í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur og þær Dagný Brynjarsdóttir og Thelma B. Einarsdóttir koma í staðinn fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur og Rakel Logadóttur.

Þá eru tilfæringar í stöðum, Ólína G. Viðarsdóttir leikur á miðjunni að þessu sinni, ekki sem vinstri bakvörður, og Rakel Hönnudóttir fer á hægri kantinn.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri  bakvörður: Sif Atladóttir
Vinstri bakvörður: Thelma Björk Einarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Erna B. Sigurðardóttir
Varnartengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir
Sóknartengiliður: Dagný Brynjarsdóttir
Hægri kantmaður: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantmaður: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Leikurinn hefst kl. 13.00 en liðin leika um 9. sætið á mótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka