„Við erum líka með gott lið“

Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson. Reuters

„Við búum okkur undir mjög erfiðan leik enda eru Þjóðverjarnir með hörkulið. En við erum líka með gott lið og við ætlum okkur að fá stig í leiknum og það helst þrjú,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær.

Íslendingar mæta Þjóðverjum í afar mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í Magdeburg í dag.

Íslensku strákarnir eru í öðru sæti í riðlinum með 12 stig eftir fimm leiki, Tékkar eru í toppsætinu með 15 stig eða fullt hús og Þjóðverjar hafa sjö stig í þriðja sæti en eiga leik til góða. Ísland tapaði heima fyrir Tékklandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið Norður-Írland tvívegis og San Marínó tvívegis.

„Við erum bara vel stemmdir og gerum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins. Við verðum að ná einhverju út úr leiknum því tap þýðir að við eigum ekki möguleika á að ná Tékkunum. Ef við náum að spila eins og í síðustu leikjum þá eigum við möguleika á að vinna,“ sagði Bjarni Þór. Tveir af bestu leikmönnum 21 árs liðsins, þeir Aron Gunnarsson og Rúrik Gíslason, voru valdir í A-landsliðið sem leikur við Kýpur á morgun og þeir verða því ekki með í Magdeburg í dag.

,,Það er slæmt að missa þá úr liðinu en við höfum spilað án þeirra áður. Vissulega hefði verið betra hafa þá með okkur en það kemur bara maður í manns stað og menn hljóta að vilja sýna hvað í þeim býr í leik á móti Þjóðverjum,“ sagði Bjarni Þór.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert