Messi fær tæplega 6 milljarða kr. á ári

Lionel Messi.
Lionel Messi. Reuters

Lionel Messi er tekjuhæsti fótboltamaður heims en Barcelonaleikmaðurinn veltir David Beckham úr efsta sætinu. Argentínumaðurinn Messi, sem er aðeins 22 ára gamall, fær 33 milljónir Evra í árslaun eða 5,7 milljarða kr. Það er franska knattspyrnutímaritið France Football sem greinir frá.

Messi skrifaði undir samning við Barcelona í júlí á s.l. ári sem tryggir honum 34 milljónir í grunnlaun á viku. Með bónusum og öðrum samningum sem snúa að ímynd leikmannsins fer þessi upphæð upp í 113 milljónir á viku. Messi er því með um 475 milljónir kr. á mánuði í laun.

Tekjuhæstu leikmenn heims samkvæmt útreikningum France Football eru:

1.            Lionel Messi, Barcelona - 5,7 milljarðar kr.
2.            David Beckham, LA Galaxy -  5,2 milljarðar kr.
3.            Cristiano Ronaldo,  Real Madrid - 5,2 milljarðar kr.
4             Kaká, Real Madrid - 3,2 milljarðar kr.
5.            Thierry Henry, Barcelona - 3,1 milljarður kr.
6.            Ronaldinho, AC Milan - 3 milljarðar kr.
7             Carlos Tévez, Manchester City - 2,6 milljarðar.
8.            Zlatan Ibrahimovic, Barcelona - 2,5 milljarðar kr.
9             Frank Lampard, Chelsea-  2,46 milljarðar kr.
10.          Samuel Eto'o, Inter - 2,38 milljarðar kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert