Lionel
Messi er tekjuhæsti fótboltamaður heims en Barcelonaleikmaðurinn veltir David
Beckham úr efsta sætinu. Argentínumaðurinn Messi, sem er aðeins 22 ára gamall,
fær 33 milljónir Evra í árslaun eða 5,7 milljarða kr. Það er franska
knattspyrnutímaritið France Football sem greinir frá.
Messi skrifaði undir samning við Barcelona í júlí á s.l. ári sem tryggir honum 34 milljónir í grunnlaun á viku. Með bónusum og öðrum samningum sem snúa að ímynd leikmannsins fer þessi upphæð upp í 113 milljónir á viku. Messi er því með um 475 milljónir kr. á mánuði í laun.
Tekjuhæstu leikmenn heims samkvæmt útreikningum France Football eru:
1. Lionel Messi, Barcelona - 5,7 milljarðar kr.
2. David Beckham, LA Galaxy - 5,2 milljarðar kr.
3. Cristiano
Ronaldo, Real Madrid - 5,2 milljarðar
kr.
4 Kaká, Real Madrid - 3,2
milljarðar kr.
5. Thierry Henry, Barcelona - 3,1
milljarður kr.
6. Ronaldinho, AC Milan - 3
milljarðar kr.
7 Carlos Tévez, Manchester
City - 2,6 milljarðar.
8. Zlatan Ibrahimovic,
Barcelona - 2,5 milljarðar kr.
9 Frank Lampard, Chelsea- 2,46 milljarðar kr.
10. Samuel Eto'o, Inter - 2,38
milljarðar kr.