Besti árangur landsliðsins í áratug

Kolbeinn Sigþórsson á fleygiferð með boltann í landsleiknum gegn Mexíkó …
Kolbeinn Sigþórsson á fleygiferð með boltann í landsleiknum gegn Mexíkó í nótt. heimasíða mexíkóska knattspyrnusambandsins

Eftir markalausa jafnteflið gegn Mexíkó í nótt hefur karlalandslið Íslands í knattspyrnu aðeins tapað einu sinni í síðustu 9 leikjum sínum, ekki fengið á sig nema 5 mörk í þeim, og haldið hreinu í öllum þremur leikjunum á þessu ári.

Frá því íslenska liðið tapaði í Makedóníu í undankeppni HM í júní 2009 hefur það spilað níu leiki. Unnið þrjá, gert fimm jafntefli og tapað einum leik. Ósigurinn var gegn Íran í Teheran í nóvember, 0:1. Ísland hefur aldrei fengið á sig meira en eitt mark í leik í þessum níu leikjum.

Þetta er besta frammistaða landsliðsins síðan í lok síðustu aldar þegar það lék 11 leiki í röð án taps á árinum 1998-99, og vann sex leiki af níu á árunum 1999 til 2000.

Úrslit í síðustu níu leikjum landsliðsins:

Ísland - Slóvakía 1:1
Ísland - Noregur 1:1
Ísland - Georgía 3:1
Ísland - Suður-Afríka 1:0
Íran - Ísland 1:0
Lúxemborg - Ísland 1:1
Kýpur - Ísland 0:0
Ísland - Færeyjar 2:0
Mexíkó - Ísland 0:0

Sex af þessum níu mótherjum eru fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA, allir nema Georgía, Lúxemborg og Færeyjar. Þrír þeirra, Slóvakía, Suður-Afríka og Mexíkó, verða með í lokakeppni HM á komandi sumri.

Landsleikur Mexíkó og Íslands í nótt:

Gunnleifur: Við erum hrikalega stoltir.

Markalaust jafntefli gegn Mexíkó, bein lýsing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert