Viking staðfestir samning um Stefán

Stefán Gíslason er jafnvel væntanlegur til Stavanger í kvöld.
Stefán Gíslason er jafnvel væntanlegur til Stavanger í kvöld. mbl.is/Ómar

Egil Östenstad, íþróttastjóri norska knattspyrnuliðsins Viking Stavanger, staðfesti nú um hádegið að samningar hefðu tekist við Bröndby í Danmörku um að Stefán Gíslason kæmi til félagsins.

„Það er eftir að ganga frá formsatriðum og skrifa undir pappíra, en við höfum náð samkomulagi við Stefán og Bröndby. Við vonum að það komi ekkert upp sem stöðvi þetta," sagði Östensted við netútgáfu Aftenbladet rétt í þessu, og kvaðst reikna með því að Stefán kæmi til Stavanger í kvöld.

Netútgáfa danska blaðsins BT hefur eftir Stefáni í dag að hann reikni með því að félögin gangi endanlega frá málinu síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert