Öruggur sigur Íslands í Króatíu

Katrín Jónsdóttir (8) var ekki lengi að koma Íslandi yfir.
Katrín Jónsdóttir (8) var ekki lengi að koma Íslandi yfir. mbl.is/Kursumpress

Ísland vann mjög öruggan sigur á Króatíu, 3:0, í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu í dag á Town Stadium í bænum Vrbovec.

Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Logadóttir skoruðu mörk íslenska liðsins sem þar með hefur hlotið 15  stig í 6 leikjum, jafnmörg og Frakkar sem eiga til góða leik á Norður-Írlandi í kvöld. 

Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Rakel Hönnudóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Sara B. Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Logadóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma B. Einarsdóttir, Mist Edvardsdóttir.

Ítarlega verður fjallað um leikinn í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Bein textalýsing frá leiknum:

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu s.l. laugardag. Ein breyting er á …
Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu s.l. laugardag. Ein breyting er á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Króatíu. Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið í stað Dóru Maríu Lárusdóttur. mbl.is/Sigurður Elvar
Króatía 0:3 Ísland opna loka
90. mín. +1 Dagný Brynjarsdóttir kemst ein í gegn en ákveður að gefa boltann í stað þess að skjóta sjálf og úr verður hornspyrna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert