Ótrúleg uppákoma í Króatíu

Klara Bjartmarz, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands, stillti sér upp fyrir framan …
Klara Bjartmarz, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands, stillti sér upp fyrir framan sláttuvélina á Town Stadium í gær þegar króatíski vallarstjórinn hóf að slá keppnisvöllinn á miðri æfingu íslenska liðsins. Morgunblaðið/Sigurður Elvar

Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Town Stadium-leikvanginum í bænum Vrbovec í Króatíu í gær á síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir leik liðsins gegn Króatíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta.

Eftir að eftirlitsmaður UEFA gerði athugasemdir við hæð grassins á vellinum fór vallarstjórinn rakleiðis út á völl á sláttuvélinni og hóf að slá völlinn á miðri æfingu íslenska landsliðsins og var sláttuvélinni ekið örfáum metrum frá leikmönnum Íslands sem voru með hugann við æfingu liðsins.

Klara Bjartmarz, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands og aðalfararstjóri landsliðsins, tók í taumana og staðsetti sig fyrir framan sláttuvél vallarstjórans til þess að stöðva uppátæki hans.

Klara og króatíski vallarstjórinn hnakkrifust í stutta stund og gerði vallarstjórinn tilraun til þess að aka á Klöru þar sem hún stóð fyrir framan sláttuvélina. Klara gaf sig ekki þrátt fyrir gríðarleg mótmæli frá króatíska vallarstjóranum.

Sjá ítarlega umfjöllun um þessa uppákomu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka