KR-ingar sömdu við Moldskred

Lars Ivar Moldskred er genginn í raðir KR.
Lars Ivar Moldskred er genginn í raðir KR. www.godset.no

KR-ingar hafa gert samning við norska markvörðinn Lars Ivar Moldskred og gildir samningur hans við liðið út leiktíðina. Moldskred hefur verið til skoðunar hjá vesturbæjarliðinu síðustu daga og á vef KR í dag er greint frá því að búið sé að semja við hann.

Moldskred er 31 árs og lék lengst með Hödd í 1. og 2. deild en síðan með Molde, Lilleström og síðast með Strömsgodset þar sem hann spilaði 17 leiki í norsku úrvalsdeildinni á síðasta ári.

Norðmaðurinn og Þórður Ingason munu því slást um markvarðarstöðuna hjá KR en Þórður kom til liðsins í vetur frá Fjölnismönnum. Þrír markverðir KR á síðasta ári eru allir farnir frá félaginu til Noregs, Stefán Logi Magnússon og André Hansen til Lilleström og Atli Jónasson til 2. deildarliðsins Våg.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert