Valdes reyndi að stöðva fögnuð Mourinho (myndband)

José Mourinho og Victor Valdez skiptast á orðum á Camp …
José Mourinho og Victor Valdez skiptast á orðum á Camp Nou í gærkvöld. Reuters

José Mourinho þjálfari Inter gat ekki leynt gleði sinni eftir að hafa slegið Evrópumeistara Barcelona út úr Meistaradeildinni í gær. Mourinho hljóp eins og óður maður um allan völlinn í leikslok og eitthvað fór það í skapið á Victori Valdes markverði Barcelona sem reyndi að stöðva fagnaðarlæti Portúgalans.

Mourinho fagnar á Camp Nou, smellið HÉR

,,Ég ber virðing fyrir Barcelona og ég mun aldrei gleyma því hvað félagið gaf mér á þeim fjórum árum sem ég var hjá því en það er erfitt að taka því á jákvæðan hátt sem sagt hefur verið um mig. Það er á hreinu að ég mun enda minn feril án þess að þjálfa Barcelona,“ sagði Mourinho eftir leikinn en hann var á árum áður aðstoðarmaður Bobby Robson og síðar Luis van Gaal hjá Katalóníúliðinu.

Í niðrandi tón hafa margir stuðningsmenn Barcelona kallað Mourinho, túlkinn, og það hefur farið fyrir brjóstið á þessum magnaða þjálfara.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert